Skilmálar

Upplýsingar um seljanda
Ás heildverslun ehf. – kt.671020-0220
Sími: 517-6774

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða á vefsíðunni okkar með debet/kredit í gegnum greiðslusíðu Rapyd. Einnig er hægt að millifæra.
Afhending vöru
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Mums.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Mums.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Pantanir eru sendar á næsta pósthús.
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk. Mums.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og hætta við pantanir vegna fyrirvaralausra verðbreytinga og vegna prentvillna í vefverslun.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er hún endurgreidd að fullu
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafa samband: Símanúmer: 517-6774 Netfang: asheildverslun@gmail.com